Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Telur þurfa viðurlög til að rétta kynjahalla

07.05.2020 - 22:07
Mynd: Inspirally / Inspirally
Konur eru innan við fjórðungur framkvæmastjóra og stjórnarformanna. Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja sem hafa fleiri en fimmtíu í vinnu  var rétt tæp 35% í fyrra og hafði hækkað um rétt rúmt prósentustig frá fyrra ári. Fyrir tíu árum voru lög um að hlutur hvors kyns færi ekki undir 40% samþykkt og þau tóku að fullu gildi þremur árum síðar. Konur hafa ekki náð 40% hlut á þeim tíma.

Í minni fyrirtækjum sem hafa fimmtíu starfsmenn eða færri var hlutur kvenna í stjórnum,rýrari var um 26% í fyrra samkvæmt tölum Hagstofu Íslands og stóð svo gott í stað frá því í hitteð fyrra.  Hulda Ragnheiður Árnadóttir  formaður félags kvenna í atvinnulífinu, segir þetta fjarri því sem menn vilji sjá. Þegar lögin voru sett fyrir tíu árum hafi bæst verulega í hlut kvenna í stjórnum en síðan hafi lítið gerst og hún telur að svo verði áfram komi ekki viðurlög til.