Sumarblómin koma með sumarið

07.05.2020 - 15:55
Mynd: Björgvin Kolbeinsson / RÚV/Landinn
„Þetta er mjög gefandi og gaman að sjá hvernig ræktunin kemur út hjá manni,“ segir Aðalheiður Drífa Sigurðardóttir, garðyrkjufræðingur hjá sveitarfélaginu Skagafirði,sem stendur nú í ströngu við að rækta og hlúa að sumarblómum sem munu fegra umhverfið í sumar.

„Þau verða tilbúin í byrjun júní. Við stefnum alltaf á að vera búin að planta út fyrir 17. júní,“ segir Aðalheiður en plönturnar sem nú er verið að rækta í gróðurhúsinu munu prýða Sauðárkrók, Hofsós og Varmahlíð. Aðalheiður segir að sumarblómin skipti fólk miklu máli. „Það er komið sumar þegar blómin eru komin á torgið,“ segir hún. 

Landinn kíkti inn í gróðurhúsið og fylgdist einnig með öðrum vorverkum sem nú er verið að sinna hjá sveitarfélaginu.

 

thorgunnuro's picture
Þórgunnur Oddsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Landinn