Vilja fá tvo fanga flutta til Bandaríkjanna

06.05.2020 - 21:47
Mynd með færslu
 Mynd: EPA - EFE
Bandarísk stjórnvöld hafa krafist þess að tveir Bandaríkjamenn sem voru handteknir fyrir að taka þátt í tilraun til að ráða forseta Venesúela af dögum verði sendir til Bandaríkjamanna. Forseti Venesúela segir hins vegar að réttað verðu yfir þeim þar í landi.

Að sögn stjórnvalda í Venesúela fór valdaránstilraunin fram á sunnudag á strönd nærri hafnarborginni La Guaira. Þar voru Bandaríkjamennirnir tveir handteknir, báðir fyrrverandi sérsveitarhermenn. Fimmtán aðrir voru handteknir og átta féllu.

Nicolas Maduro forseti Venesúela tilkynnti um handtökuna daginn eftir. Árásin hafi verið gerða af stjórnarandstæðingum með stuðningi stjórnvalda í Bandaríkjunum og Kólumbíu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur neitað aðilda stjórnvalda að árásinni.

Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði í dag að stjórnvöld myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að fá fangana flutta til Bandaríkjanna. Því svaraði Maduro fullum hálsi - þeir fái sanngjörn réttarhöld í Venesúela. 

Maduro líkti árásinni við Innrásina í Svínaflóa 1961, þegar kúbverskir stjórnarandstæðingar reyndu með stuðningi Bandaríkjastjórnar að steypa Fidel Castro af stóli. Það tókst ekki. Mike Pompeo hæddist að þessu - sagði að útkoman hefði orðið öðruvísi í Venesúela hefðu Bandaríkjamenn komið nálægt árásinni.

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV