Íbúðarhúsnæði reist við Veðurstofu og Sjómannaskólann

06.05.2020 - 14:00
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur vegna Veðurstofuhæðar og Sjómannaskólareits þannig að þar verður hægt að reisa íbúðarhúsnæði. Báðir reitirnir voru áður skilgreindir fyrir samfélagsþjónustu.

Á Veðurstofuhæð verður áhersla lögð á blöndun byggðar, það er samfélagsþjónustu, skrifstofur og verslun og þjónustu í bland við allt að 250 íbúðir. Á Sjómannaskólareit er gert ráð fyrir opnum svæðum og íbúðabyggð fyrir allt að 121 íbúð.

Íbúðum á Sjómannaskólareitnum var fækkað um tæp tuttugu prósent frá fyrri áformum eftir athugasemdir íbúa í næsta nágrenni og bætt við græn svæði. 
 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi