Fyrrverandi bæjarstjórar og forstjórar meðal umsækjenda

06.05.2020 - 07:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Freyr Arnarson - RÚV
26 umsóknir bárust um starf hafnarstjóra Faxaflóahafna. Þetta kemur fram á vefsíðu Faxaflóahafna. Ekki kemur fram hvenær gert er ráð fyrir að ákvörðun liggi fyrir. Hæfnisnefnd annast viðtöl við umsækjendur.

Á meðal umsækjenda eru Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, Magnús Þór Ásmundsson, fyrrverandi forstjóri Alcoa fjarðaráls, Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir sem var síðast starfandi Fiskistofustjóri og Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sem áformað er að leggja niður um næstu áramót. 

Gísli Gísla­son hafn­ar­stjóri sagði starfi sínu lausu í fe­brú­ar. 

Umsækjendur eru: 

 1. Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Fiskistofustjóri
 2. Baldur Steinn Helgason Verkefnisstjóri
 3. Daði Jóhannesson Framkvæmdastjóri
 4. Einar Guðmundsson Skipstjóri
 5. Erna Kristjánsdóttir Markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna
 6. Eyjólfur Vilberg Gunnarsson Forstöðumaður
 7. Frans Páll Sigurðsson Framkvæmdastjóri
 8. Guðmundur Gunnarsson Bæjarstjóri
 9. Gunnar Tryggvason Aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna
 10. Haukur Óskarsson Framkvæmdastjóri
 11. Jóhann F. Helgason Framkvæmdastjóri Tæknisviðs
 12. Jón Einar Sverrisson Sviðsstjóri
 13. Kristinn Jón Arnarson Verkefnastjóri
 14. Kristinn Uni Unason Vélfræðingur
 15. Kristófer Ragnarsson Framkvæmdastjóri
 16. Magnús Þór Ásmundsson Forstjóri
 17. Ólafur William Hand Ráðgjafi
 18. Óskar Örn Jónsson Forstöðumaður Framkvæmdadeildar
 19. Páll Hermannsson Framkvæmdastjóri
 20. Páll Sigvaldason Hópstjóri framleiðslu
 21. Reynir Jónsson Sérfræðingur og verkefnastjóri stefnumótunar
 22. Róbert Ragnarsson Framkvæmdastjóri
 23. Sigríður Ingvarsdóttir Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
 24. Stefán Stefánsson Framkvæmdastjóri verktakasviðs
 25. Svavar Halldórsson Framkvæmdastjóri/ráðgjafi/háskólakennari
 26. Valdimar Björnsson Fjármálastjóri

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi