Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Ekkert smit þriðja daginn í röð

06.05.2020 - 13:06
Mynd með færslu
 Mynd: Landspítali/Þorkell Þorkelsso
Ekkert Covid-19 smit greindist hér á landi í gær, þriðja daginn í röð. Þetta kemur fram í tölum dagsins á Covid.is

278 sýni voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og 40 hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Virkum smitum fækkar enn og eru þau nú 39. Þrír liggja á sjúkrahúsi en enginn á gjörgæslu. 1.750 hafa náð bata.

 
Þórhildur Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV