Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Samfylkingin 20 ára í dag

05.05.2020 - 12:34
Mynd með færslu
 Mynd:
Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands fagnar tuttugu ára afmæli í dag.

Samfylkingin bauð fram í fyrsta skipti í Alþingiskosningum 1999 sem kosningabandalag. Stofnfundur Samfylkingarinnar var hins vegar haldinn 5. maí 2000 og varð hún þá að formlegum flokki.

Í tilkynningunni frá flokknum segir að til hafi staðið að halda upp á afmælið með hátíðardagskrá föstudaginn 9. maí en þeim hátíðarhöldum hefur verið frestað fram á haust.

 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, ávarpaði flokksmenn í tilefni dagsins á Facebook í morgun. 

Þórhildur Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV