Margir söknuðu Met Gala en netverjar mættu á dregilinn

Mynd með færslu
 Mynd: AP

Margir söknuðu Met Gala en netverjar mættu á dregilinn

05.05.2020 - 10:09
Met Gala hátíðin, sem er af mörgum kölluð Óskarsverðlaunahátíð tískubransans, hefði átt að fara fram í gærkvöld, 4. maí, en var af augljósum ástæðum frestað um óákveðinn tíma. Netverjar sitja þó ekki ráðalausir og hafa haldið sitt eigið Met Gala á netinu með myllumerkinu #MetGalaChallenge.

Hátíðin er oftar en ekki mikið sjónarspil þar sem stærstu stjörnur Hollywood mæta íklæddar ótrúlegum fatnaði í takti við þema hvers árs. Þemað í ár er About Time: Fashion and Duration eða Kominn tími til: Tíska og ending og var ætlað að vera einhvers konar tímalína af sögu tískunnar. 

Í mars var hins vegar ákveðið að fresta hátíðinni um óákveðinn tíma og því voru í gær margir sem söknuðu þess að horfa á stórkostlegan fatnað ganga upp dregilinn í New York. Netverjar dóu hins vegar ekki ráðalausir frekar en fyrri daginn og hófu að birta myndir af sér í eftirlíkingum af frægum kjólum og múdderingum sem birst hafa á hátíðinni síðustu ár. 

Lady Gaga var innblástur hjá mörgum en hún vakti mikla athygli í fjórum „dressum“ á hátíðinni í fyrra sem minnkuðu með hverri skiptingunni. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Shay (@crescentshay) on

Fatahönnuðurinn Vlada Ruggiero ákvað að endurgera kjól Blake Lively frá árinu 2018 þegar þemað var guðdómlegt. Hún átti korselett sem hún saumaði við rúmlak og toppaði svo með spaghettí kórónu. 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

A post shared by Vlada Ruggiero (@vlada.ruggiero) on

Einn netverji tók upp á því að hanna sitt dress úr ruslapokum til þess að svipa til þess sem YouTube stjarnan James Charles klæddist í fyrra. 

Lúkkin frá því á dreglinum í fyrra virtust gefa mörgum innblástur og þessi netverji hér gerði áhugaverðar breytingar með derhúfum til þess að líkja eftir því sem Janelle Monae klæddist á síðasta ári. 

Fólk var ekki alveg jafn metnaðarfullt og skautadansaranum Adam Rippon fannst það til að mynda nóg að klæða sig í teppi til þess að endurvekja kjól Rihönnu frá árinu 2016. 

Stjörnurnar létu sig heldur ekki vanta í áskoruninni og leikkonan Mindy Kaling klæddi sig meðal annars upp sem Jared Leto með skegg og allt. 

Og skemmtikrafturinn Ned Fulmer var mjög tilkomumikill í eftirlíkingu af kjól Rihönnu á hátíðinni árið 2018.