Solveig og Þuríður Helga Jónasdóttir vinna nú að því að koma upp svokallaðri endurnýtingarmiðstöð í gömlu niðurnýddu húsi í plássinu.
„Þetta er hugsjón að einhverju leyti en líka sköpunarþörf,“ segir Þuríður Helga. Í endurnýtingarmiðstöðinni ætla þær að vera með sauma- og smíðaaðstöðu og hugmyndin er að gefa gömlum húsgögnum og textíl framhaldslíf.
„Við ætlum að vinna hér sjálfar en líka bjóða fólki að koma og nýta aðstöðuna þannig að við lítum á þetta sem samfélagsverkefni í leiðinni,“ útskýrir Solveig.
Landinn leit við og forvitnaðist um þetta áhugaverða verkefni.