Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Öllum batnað af Covid-19 í Vestmannaeyjum

04.05.2020 - 18:13
Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Ragnarsdóttir - RÚV
Allir þeir 105 sem smituðust af Covid-19 í Vestmannaeyjum hafa náð bata. Ekkert smit hefur greinst í eyjum síðan 20. apríl. Átta manns eru þó í sóttkví. 

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Þar er minnt á að reglan um tveggja metra fjarlægð gildi áfram og að gríðarlega mikilvægt sé að virða hana til að ekki komi bakslag í faraldurinn.

Hópsmit kom upp í Vestmannaeyjum og stór hluti íbúa var á tímapunkti í sóttkví. Þá var gripið var til viðtækari samkomutakmarkana en annars staðar.