Nú mega öll börn mæta í skólann

04.05.2020 - 06:51
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Breytt fyrirkomulag samkomubanns tók gildi á miðnætti.Breytingarnar fela meðal annars í sér að nú mega 50 manns koma saman, í stað tuttugu áður, og nú má fara í klippingu, sjúkraþjálfun og í ökutíma, svo eitthvað sé nefnt.

Tveggja metra reglan er enn í gildi. Í matvöruverslunum mega vera allt að 100 manns í einu og enn fleiri í verslunum sem eru stærri en þúsund fermetrar. Nú gilda engar fjöldatakmarkanir eða nálægðarbönn um börn í leik- og grunnskólum. Skólastarf barna getur því farið fram með venjubundnum hætti og hið sama á við um starfsemi hjá dagforeldrum.

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða áfram lokaðar, en börn á leik- og grunnskólaaldri geta mætt í skólasund og á íþróttaæfingar. 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi