Neyðarráðstafanir framlengdar í Japan

04.05.2020 - 08:27
Erlent · Asía · COVID-19 · Japan · Kórónuveiran
epa08394797 Police officers walk past a closed smoking area near Shinjuku station in Tokyo, Japan, 01 May 2020. Tokyo recorded 165 new cases of infection by the coronavirus bringing the total number of cases in the Japanese capital over 4,300. According to media reports, Prime Minister Shinzo Abe is considering the extension of the nationwide state of emergency scheduled to end on 06 May 2020.  EPA-EFE/FRANCK ROBICHON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Neyðarráðstafanir sem í gildi hafa verið vegna kórónuveirufaraldursins í Japan hefur verið framlengdar til mánaðarloka. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynnti þetta í morgun.

Hættuástandi var lýst yfir í Tókýó og sex öðrum héruðum Japans 7. apríl, sem síðan var útvíkkað til alls landsins. Gildistíminn átti að renna út á miðvikudag, en verður nú til 31. maí.  

Yfir 15.000 hafa greinst með kórónuveiruna í Japan, en ríflega 500 hafa látist af völdum COVID-19.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi