Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Klipparar taka upp skærin á ný og vinir fá að hittast

04.05.2020 - 15:48
Mynd: RÚV - Guðmundur Bergkvist / RÚV - Guðmundur Bergkvist
Samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins var rýmkað á landsvísu í dag. Nú mega 50 manns koma saman í stað 20 áður.

Tveggja metra reglan er enn í gildi, en leyfilegt er að fara í klippingu, til tannlæknis og í sjúkraþjálfun. Það er því eftirvænting hjá stéttunum í dag og það var nóg að gera á hárgreiðslustofum þar sem fréttastofa leit við í morgun. 

Mynd: RÚV - Guðmundur Bergkvist / RÚV - Guðmundur Bergkvist

Nú gilda engar fjöldatakmarkanir eða nálægðarbönn um börn í leik- og grunnskólum. Skólastarf barna getur því farið fram með venjubundnum hætti og hið sama á við um starfsemi hjá dagforeldrum. Íþróttaæfingar eru einnig leyfilegar með takmörkunum.