Heim frá Suðurskautslandinu

04.05.2020 - 11:48
Mynd með færslu
 Mynd: AP
Kórónuveiran hefur greinst í næstum öllum löndum heims og í öllum heimsálfum nema einni. Suðurskautslandinu.

Það er kannski ekki skrítið að kórónuveiran hafi ekki ratað á Suðurskautslandið, enda bara mörgæsir, selir og önnur dýr sem búa þar. Þar eru reyndar líka menn. Fjölmargir vísindamenn leggja leið sína á þennan afskekkta stað til þess að stunda rannsóknir, aðallega jökla- og veðurrannsóknir. 

Vísindamenn bresku suðurskautsrannsóknarstofnunarinnar, British Antarctic Survey (BAS), hafa verið að rannsaka bráðnun jökla á vesturhluta suðurskautsins. Nú er sumarrannsóknum lokið og kominn vetur á suðurhelmingi jarðarinnar. Það var þó hægara sagt en gert fyrir starfsmenn stofnunarinnar að komast heim. Samgöngur hafa legið niðri vegna kórónuveirunnar og það þurfti þess vegna að finna aðrar og lengri leiðir. Það fara reyndar ekki allir vísindamennirnir heim. Örfáir lykilstarfsmenn halda áfram rannsóknum yfir veturinn, sem er mjög harður á Suðurskautslandinu.

Jóhannes Ólafsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi