Betur fór en á horfðist í þriggja bíla árekstri

04.05.2020 - 08:34
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Betur fór en á horfðist þegar þriggja bíla árekstur varð á Nýbýlavegi í Kópavogi laust eftir klukkan átta í morgun. Tveir sjúkrabílar og einn slökkvibíll voru sendir á staðinn.

Tveir voru fluttir á slysadeild úr einum bílnum til skoðunar en meiðsl þeirra voru álitin minniháttar.

Áreksturinn var það harður að loftpúðar sprungu út og þess vegna var slökkvilið og sjúkraflutningamenn með nokkurn viðbúnað. Nýbýlavegi var lokað að hluta á meðan viðbragðsaðilar aðhöfðust á vettvangi.

Fréttin hefur verið uppfærð með nýjum upplýsingum um afdrif fólksins.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi