Í umræðum um pólitík í Eurovision-keppnum liðinna ára í þættinum Alla Leið spurði Björg Magnúsdóttir fyrrverandi borgarstjórann hvort þjóðin mætti eiga von á að þeir stæðu við stóru orðin sem hann lét falla á Twitter, um áhuga sinn á að senda inn lag í keppnina. „Mér finnst það mjög mögulegt," svaraði Jón. „Við höfum sent frá okkur fjöldan allan af ágætis lögum en aldrei lag í þessa keppni.“