Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Telja skoti frá Norður-Kóreu ekki skotið að ásettu ráði

03.05.2020 - 12:45
epa08398367 A North Koren frontier post (top) and a South Korean frontier post (front) face each other across the inter-Korean border near the city of Paju, Gyeonggi-do, South Korea, 03 May 2020. According to reports, several gunshots from North Korea hit a South Korean guard post inside the Demilitarized Zone (DMZ) on 03 May, prompting the South to fire back, although the North's firings do not appear to have been intentional, an official said.  EPA-EFE/JEON HEON-KYUN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Suður-kóreski herinn telur að skoti frá Norður-Kóreu sem hæfði varðstöð í landamærabænum Cherwon í nótt hafi ekki verið skotið að ásettu ráði. Kóreuríkin skiptust á skotum á hlutalausa svæðinu milli landanna í nótt.

Í nótt greindu yfirvöld í Suður-Kóreu frá því að skot frá Norður-Kóreu hafi hæft varðstöð suður-kóreska hersins á hlutlausa svæðinu milli ríkjanna tveggja. Ekkert manntjón varð og engan sakaði. Í kjölfarið hófu suður-kóreskir hermenn skothríð í átt að Norður-Kóreu og fluttu viðvaranir í kallkerfi.

Síðar greindi suður-kóreski herinn frá því að hann telji að fyrsta skotinu, sem kom frá Norður-Kóreu, hafi ekki verið skotið að ásettu ráði. Þetta er í fyrsta skipti í fimm ár sem þjóðirnar, sem lengi hafa eldað grátt silfur saman, skiptast á skotum við landamærin. Ríkin tvö eru tæknilega enn í stríði þó vopnahlé hafi verið gert árið 1953. Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, og Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, komust að samkomulagi fyrir tveimur árum um að allt kapp yrði lagt á að friður væri á landamærunum.
 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV