Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Svartþrastahreiður í beinni útsendingu

03.05.2020 - 20:00
Landinn verður með beina útsendingu frá svartþrastahreiðri næstu vikurnar. Í hreiðrinu eru þrjú egg og ungar klekjast út á næstu dögum. Útsendingin er unnin í samvinnu við Magnús Magnússon kvikmyndagerðarmann og fuglaáhugamann.

Á Youtube rás Emmson Film, sem er fyrirtæki Magnúsar, er að finna ýmiskonar efni úr náttúru Íslands, meðal annars heimildamynd um fálkann.