Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Fagnar því að Kim Jong Un láti sjá sig að nýju

03.05.2020 - 01:26
President Donald Trump meets with North Korean leader Kim Jong Un at the border village of Panmunjom in the Demilitarized Zone, South Korea, Sunday, June 30, 2019. (AP Photo/Susan Walsh)
 Mynd: AP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í færslu á Twitter síðu sinni í kvöld að hann væri ánægður að sjá Kim Jong Un, leiðtoga Norður Kóreu, aftur og þá væru það gleðitíðindi að hann væri heill heilsu. Ríkisfjölmiðlar í Norður Kóreu greindu frá því í gær að Kim Jong Un hefði sést opinberlega í fyrsta skipti í tuttugu daga.

Kim Jong-Un undirgekkst hjartaaðgerð um miðjan síðasta mánuð og í kjölfarið var hann sagður alvarlega veikur eða jafnvel látinn. Í gær greindi KCNA, ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu, frá því að leiðtoginn hefði verið viðstaddur opnun nýrrar áburðarverksmiðju í landinu.

Kim Jong Un og Donald Trump hafa þrisvar sinnum fundað um leiðir til þess að afkjarnorkuvæða Kóreuskaga og aflétta viðskiptabanni gegn Norður-Kóreu. Það þótti marka tímamót þegar leiðtogarnir hittust í Panmunjon á hlutlausa svæðinu milli Kóreuríkjanna tveggja síðasta sumar.