Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Telja nærri 100 látin á einu hjúkrunarheimili

02.05.2020 - 09:09
epa08390431 A body is transported to a funeral home vehicle at Mount Sinai West Hospital in New York, USA, 28 April 2020. New York City remains the epicenter of the coronavirus outbreak in the USA, as countries around the world are taking measures to stem the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus, which causes the COVID-19 disease.  EPA-EFE/Peter Foley
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Talið er að nærri 100 hafi látist úr COVID-19 á einu hjúkrunarheimili í New York borg í Bandaríkjunum. Isabella-hjúkrunarheimilið á Manhattan greindi frá þessu í gær.

Staðfest er að 46 íbúar létust úr sjúkdómnum og grunur erum að 52 dauðsföll til viðbótar tengist honum einnig. Líkin voru orðin svo mörg að starfsfólk neyddist til þess að panta kælibíl til þess að geyma þau sökum þess að margra daga bið var orðin eftir því að líkin yrðu sótt. Borgaryfirvöld eru sögð í áfalli yfir fregnunum. Bill de Blasio borgarstjóri New York segir skelfilegt að hugsa til þess að svo margir hafi látist á einum stað.