Skrautlegustu augnablikin úr kófinu

Mynd: RÚV / RÚV

Skrautlegustu augnablikin úr kófinu

02.05.2020 - 14:40

Höfundar

Margir rugluðu saman orðunum samkomubann og samgöngubann, Kári Stefánsson hafði margt að segja og orðið fordæmalaust er án mikils vafa orð ársins. Þríeykið varð frægt á einni nóttu, Donald Trump lagði til að fólk leggði sér sótthreinsivökva til munns og Björn Ingi hjá Viljanum spurði margra spurninga.

COVID-19 er greinilega á undanhaldi og virk smit á landinu hafa ekki verið færri síðan í febrúar. Með hækkandi sól fara innilokaðir landsmenn að leyfa sér að hlakka til komandi vikna nú þegar loks á að slaka á samkomubanni á mánudaginn næstkomandi. Við skulum þó ekki hrósa sigri of snemma. Erfiðir tímar eru að baki, krefjandi vikur framundan og nokkuð ljóst að enginn núlifandi Íslendingur mun gleyma því að hafa lifað árið 2020. 

Í Vikunni með Gísla Marteini í gær voru rifjaðar upp nokkur eftirminnileg augnablik liðinna vikna sem settu svip sinn á ástand síðustu vikna í heimsfaraldrinum.

Tengdar fréttir

Þórólfur spilaði og söng: „Mega allir kalla mig Tóta“

Menningarefni

Verum heima með Sögu og Snorra