Má veiða tæpum 100 tonnum meira af rækju

01.05.2020 - 10:10
Mynd með færslu
 Mynd: Gunnlaugur Strarri Gylfason - RUV/Landinn
Hafrannsóknastofnun ráðleggur í samræmi við varúðarsjónarmið að rækjuafli við Snæfellsnes verði ekki meiri en 491 tonn, fram til 15. mars á næsta ári. Ráðgjöf var 393 tonn fyrir síðasta ár og má því veiða tæplega hundrað tonnum meira núna. 

 

Í tikynningu frá Hafrannsóknastofnun kemur fram að á árunum 2008 til 2016 hafi stofnvísitalan verið í meðallagi en sveiflukennd. Stofnvísitalan hafi síðan lækkað töluvert árið 2017 og haldist á því bili undanfarin þrjú ár. 
 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV