Ingibjörg Birna ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps á ný

01.05.2020 - 01:24
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ákvörðun um ráðningu hennar var tekin á fundi sveitarstjórnar hreppsins í dag. Þetta kemur fram á Reykhólavefnum, reykhólar.is. Þar segir að Ingibjörg sé flestum hnútum kunnug hjá Reykhólahreppi, því hún var þar sveitarstjóri frá 2010 til 2018.

Hún hefur starfað sem framleiðslustjóri saltverksmiðju Norðursalts á Reykhólum síðan hún lét af embætti sveitarstjóra, segir á Reykhólavefnum

Tryggva Harðarsyni, sem valinn var úr hópi 17 umsækjenda og ráðinn sveitarstjóri 2018, var sagt upp störfum hinn 14. þessa mánaðar. Samkvæmt frétt BB um málið gekk samstarf Tryggva og sveitarstjórnar ekki sem skyldi og Tryggvi í tvígang fengið tiltal.  

Ingimar Ingimarsson, fyrrverandi oddviti, vísar því á bug að Tryggvi hafi fengið tiltal af sveitarstjórninni. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi