Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

3.000 sagt upp hjá Ryanair

01.05.2020 - 07:33
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryan Air tilkynnti í dag, á frídegi verkalýðsins, að það hygðist segja upp allt að 3.000 manns úr starfsliði sínu; flugmönnum, flugfreyjum, hlaðmönnum og öðrum, þar sem flug liggur nánast algjörlega niðri vegna COVID-19 faraldursins.

Í tilkynningu frá félaginu segir að reiknað sé með því að lítil breyting verði þar á fyrr en í fyrsta lagi í júlí. Er því jafnframt spáð að eftirspurn eftir farþegaflugi komist ekki í fyrra horf fyrr en sumarið 2022. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV