Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Strætó fær undanþágu frá tveggja metra reglunni

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Strætó undanþágu frá tveggja metra reglunni frá og með 4. maí að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við 30 manns.

Framhurð strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verður þó áfram lokuð og farþegar munu áfram ganga inn um mið- eða aftari dyr vagnsins. Borði er strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til þess aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Fargjöld verða greidd í vagninum með því að halda Strætókorti eða Strætóappinu á lofti í átt að vagnstjóra. 

Í tilkynningu á vef Strætó eru ítrekuð þau tilmæli að viðskiptavinir sýni áfram varkárni í samskiptum og umgengni, að þeir þvoi hendur og spritti reglulega, hósti og hnerri í olnbogabót, takmarki snertingar á snertifleti og ferðist alls ekki með Strætó ef grunur leikur á smiti.