Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Seldi fyrir 600 milljónir í Brimi

30.04.2020 - 10:18
Mynd með færslu
 Mynd: Kikkó Magnússon - RÚV
Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er í meirihlutaeigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, seldi í gær hlutabréf í Brimi fyrir 600 milljónir króna. Voru 15 milljónir hluta seldar á genginu 40. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var í Kauphöllinni.

Útgerðarfélag Reykjavíkur er langstærsti hluthafinn í Brimi með um þriðjungseignarhlut, samkvæmt hluthafalista frá 31. mars sem birtur er á vef félagsins. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á um 11 prósent hlut og Lífeyrissjóður verslunarmanna um 10 prósent hlut.  

Brim er eitt af stærstu útgerðarfélögunum á Íslandi og hét áður HB Grandi. 

 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV