Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Öllum steinum velt við í kjaradeilunni

Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Rúmlega tveggja klukkutíma samningafundi hjúkrunarfræðing og ríkisins lauk nú í hádeginu. Hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sem undirritaður var fyrr í mánuðinum. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að samninganefndirnar hafi sammælst um það velta við öllum steinum.

Báðir samninganefndirnar hafi farið af fundi með heimaverkefni sem verður skoðað fram að næsta fundi sem verður á miðvikudaginn. Guðbjörg vill ekki greina frá því hvert það verkefni er. Hún segir að staðan sé mjög erfið og flókin.