Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Hópuppsagnir streyma inn

30.04.2020 - 11:09
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Hópuppsagnir streyma inn til Vinnumálastofnunar. Yfir 30 fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki síðasta rúma sólarhring. Icelandair tilkynnti um uppsagnir til stofnunarinnar í dag hjá 2140 manns sem fyrirtækið hafði boðað fyrr í vikunni.

Auk Icelandair hafa yfir þrjátíu fyrirtæki tilkynnt um uppsögn hjá samtals nærri 1500 manns. Nánar verður fjallað um þetta í hádegisfréttum. 

Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra segir stöðuna grafalvarlega. „Við þurfum að ræða með hvaða hætti við getum eflt atvinnulífið á nýjan leik til þess að geta komið sem flestum út á vinnumarkaðinn. Það liggur alveg ljóst fyrir að við erum að fara inn í þungan kafla hvað þetta snertir,“ segir Ásmundur Einar.

Forstjóri Vinnumálastofnunar sagði í gær að aldrei hafi fleiri tilkynningar borist um hópuppsagnir á einum degi en þá voru þær 15 og hátt í 800 sagt upp.

Fréttin hefur verið uppfærð.

holmfridurdf's picture
Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir
Fréttastofa RÚV