Sósurnar eiga það allar sameiginlegt að vera íslensk framleiðsla en eiginleikar þeirra og bragð eru misjöfn. Það kom hins vegar fljótt í ljós að dagskrárgerðarfólk Núllstillingarinnar, Helga og Máni, eru ekki vön sterkum mat af neinu tagi og því reyndist smökkun sósanna verða þeim töluvert meiri áskorun en gert var ráð fyrir.
Styrkleiki matar er mældur eftir Scoville-kvarðanum en hlusta má á Veistu hvað? þáttinn um sterkan mat hér.
Sjá má smökkun sósanna í spilaranum hér að ofan. Núllstillinguna í heild sinni má sjá í spilara RÚV.