Sakar herinn í Mjanmar um ofbeldi í skjóli COVID-19

29.04.2020 - 09:58
Erlent · Asía · COVID-19 · Kórónueiran · Mjanmar
epa08153527 United Nations Special Rapporteur on the situation of Human Rights in Myanmar, South Korean university professor Yanghee Lee, addresses the media in Dhaka, Bangladesh, 23 January 2020. According to local media reports, some 750,000 Rohingyas fled to Bangladesh in late 2017 after an offensive by Myanmar military that the United Nations has said could have amounted to genocide.  EPA-EFE/MONIRUL ALAM
Yanghee Lee. Mynd: EPA-EFE - EPA
Erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mjanmar segir að rannsaka verði ofbeldi hersins í Rakhine-héraði í norðvesturhluta landsins, sem hugsanlega hafi gerst sekur um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Fyrir þremur árum flýðu um 750.000 Róhingjar frá Rakhine til Bangladess vegna ofsókna hersins, en síðan í janúar í fyrra hefur herinn barist við Arkan-herinn, vopnaðar sveitir sem berjast fyrir aukinni sjálfstjórn búddista í héraðinu.

Tugir hafa fallið í bardögum og hundruð særst. Um 150.000 manns hafa flúið heimkynni sín vegna átakanna.

Í tilkynningu sem Yanghee Lee, erindreki Sameinuðu þjóðanna, sendi frá sér í morgun sagði að á meðan heimsbyggðin væri upptekin af COVID-19 nýtti herinn í Mjanmar tækifærið til aukinna ofbeldisverka í Rakhine sem einkum bitnuðu á almennum borgurum.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi