Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ungur drengur beitti hníf í Hafnarfirði

Mynd með færslu
 Mynd: Olga Björt Þórðardóttir
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með töluverðan viðbúnað við Lækjargötu í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag, þegar tilkynnt var að unglingur hefði beitt hníf í deilum sínum við annan ungling. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að drengirnir séu 12 og 13 ára. Sá sem fyrir hnífaárásinni varð hafi ekki slasast alvarlega.

Margeir segir að sá sem beitti hnífnum hafi ekki verið handtekinn, en málið sé í rannókn og verði unnið í samstarfi við félagsmálayfirvöld og foreldra. Margeir vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti.

 

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV