Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með töluverðan viðbúnað við Lækjargötu í Hafnarfirði á sjötta tímanum í dag, þegar tilkynnt var að unglingur hefði beitt hníf í deilum sínum við annan ungling. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að drengirnir séu 12 og 13 ára. Sá sem fyrir hnífaárásinni varð hafi ekki slasast alvarlega.