Skólinn hreinlega hannaður fyrir ástandið
Í Menntaskólanum á Tröllaskaga eru nú rúmlega 360 nemendur, þar af um 300 í fjarnámi. Þórarinn Hannesson segir skólann hafa litlu þurft að breyta eftir að samkomubannið tók gildi.
„Við vorum í raun og veru mjög vel undirbúin undir þetta og ósköp lítil breyting á okkar háttum. Allavegana þurftum við ósköp litlu að breyta í okkar kennsluháttum,“ segir Þórarinn.
Þægilegt en enginn félagskapur
Nemendur hafa að sögn kennara aðlagast breyttum aðstæðum mjög hratt. Bræðurnir Tryggvi og Júlíus Þorvaldssynir sem búa á Siglufirði segja ástandið hafa sína kosti og galla.
„Við vöknum bara, reyndar aðeins seinna en vanalega af því að maður þarf ekki að ná rútu inn á Ólafsfjörð. Svo labbar maður bara inn í hitt herbergið og fer á netið. Mjög þægilegt upp að vissu marki en enginn félagsskapur,“ segir Tryggvi.