Vill ekki slaka á takmörkunum of snemma

27.04.2020 - 12:40
Mynd: EPA-EFE / EPA
Boris Johnsson forsætisráðherra Bretlands varar við því að önnur bylgja COVID-19 smita geti farið af stað ef slakað verður á takmörkunum of snemma. Johnsson mætti aftur til vinnu í morgun eftir að hafa verið sjálfur veikur af COVID-19 í þrjár vikur.

Yfir 150 þúsund hafa greinst smitaðir í Bretlandi og yfir 20 þúsund er látin, óttast er að þau séu þó mun fleiri, jafnvel um 40 þúsund, þar sem dauðsföll á dvalarheimilum og í heimahúsum eru ekki talin með í opinberum tölum. Boris Johnsson forsætisráðherra er einn þeirra sem veiktist illa. Hann lá á gjörgæslu um tíma en sneri aftur í ráðherrabústaðinn við Downingstræti 10 í gærkvöld.

Hann ávarpaði fréttamenn fyrir framan ráðherrabústaðinn í morgun þar sem hann varaði við því að slaka of snemma á takmörkunum. „Ég neita því að kasta á glæ öllu því sem breska þjóðin hefur áorkað til þess að hætta á aðra bylgju farsóttarinnar,“ segir Johnson og biðlar til fólks að sýna þolinmæði.

epa08379613 A sign dedicated to NHS workers in Tooting Broadway Market, Central London, Britain, 23 April 2020. Britons are now in their fifth week of lockdown due to the Coronavirus pandemic. Countries around the world are taking increased measures to stem the widespread of the SARS-CoV-2 coronavirus which causes the Covid-19 disease.  EPA-EFE/WILL OLIVER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Það er mikilvægt að hlúa að heilbriðisstarfsfólki

Virðist hafa náð hámarki

Útbreiðsla veirunnar virðist hafa náð hámarki í Bretlandi og stjórnvöld eru undir pressu um að kynna tilslakanir á takmörkunum. Útgöngubann hefur verið í gildi í fimm vikur og er í gildi til sjöunda maí. Johnson segir að það sé ekki tímabært að hugsa um næstu skref fyrr en fullvissa ríki um það að útbreiðslan sé í rénun, hægt sé að vernda heilbrigðiskerfið, sýnatöku verði komið á rétt ról og hægt sé að forðast aðra bylgju. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi