Tónlist frá ólíkum öldum streymt úr Hörpu

Mynd: Harpa / Harpa

Tónlist frá ólíkum öldum streymt úr Hörpu

27.04.2020 - 10:23

Höfundar

Nicola Lolli og Mathias Halvorsen flytja tónlist fyrir fiðlu og píanó.

Í ríkjandi samkomubanni hefur flestum listviðburðum og tónleikum verið aflýst eða frestað um hríð. Til að létta lund og lyfta geði landsmanna í inniverunni hafa Harpa, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Íslenska óperan tekið höndum saman í samstarfi við RÚV og senda lifandi tónlistarflutning heim í stofu.

Í dag bjóða Nicola Lolli konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Mathias Halvorsen píanóleikari upp á tónlist frá ólíkum öldum fyrir fiðlu og píanó.

Útsending hefst klukkan 11.

Þriðjudagur 28. apríl
Aríur dagsins
Íslenskir einsöngvarar og Bjarni Frímann Bjarnason tónlistarstjóri Íslensku óperunnar flytja ástsælar óperuaríur og sönglög úr ýmsum áttum

Miðvikudagurinn 29. apríl
Nautið hann Ferdinand
Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari SÍ og Bergþór Pálsson, barítonsöngvari flytja bráðskemmtilegt verk eftir Alan Ridout fyrir fiðlu og sögumann

Fimmtudagur 30. apríl
Voces Thules flytur miðaldamúsík að sínum hætti
Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn Helgason, Eyjólfur Eyjólfsson, Sigurður Halldórsson syngja, blása í lúðra og berja á trumbur.

Föstudagurinn 1. maí
DÓH-tríóið leikur seiðmagnaðann djass.

 

Tengdar fréttir

Klassísk tónlist

Sumartónum streymt úr Hörpu

Klassísk tónlist

Beethoven og blásarar Sinfóníuhljómsveitarinnar

Klassísk tónlist

Ástsælar óperuaríur í Hörpu