Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Lamb of god, Trivium og the Acacia Strain

27.04.2020 - 11:00
Í þættinum dordingul mánudaginn 27. apríl  má heyra nýtt rokk með Lamb of god, Trivium og the Acacia Strain í viðbót við Zozobra, Vetur, Brain Police og Yuppiside. 

Hljómsveitin Lamb of God var stofnuð árið 1994, en þá undir nafninu Burn the Priest, en eftir nokkrar mannabreytinar ákvað sveitin að skipta yfir í nafnið Lamb of God. Fyrsta breiðskífa hljómsveitarinnar undir nafninu Lamb of God,  New American Gospel, var gefin út í september árið 2000 af Prosthetic útgáfunni og fékk sveitin strax mikla athygli, og þá sérstaklega fyrir upphafslag plötunnar Black Label. Þremur árum síðar var komið að plötunni As the Palaces Burn og var hún valin plata ársins af bæði Revolver og Metal Hammer tímaritunum. Útgáfur sveitarinnar héldu áfram að verða stærri og meiri og hafa vinsældir sveitarinnar aukist um ár hvert. Mikið hefur gengið á í sögu sveitarinnar sem vert er að athuga, þar á meðal handtöku söngvara sveitarinnar vegna dauða áhorfenda á tónleikum sveitarinnar í tékklandi. Söngvarinn. Eftir að langa dvöl og mikla baráttu söngvarans var hann sýknaður af ábyrgð dauða drengsins. Stofnmeðlimur sveitarinnar, trommarinn  Chris Adler, er ekki lengur í sveitinni og virðist brotthvarf hans ekki vera góðu, en tíminn mun gefa okkur nánari upplýsingar um það. Von var á nýrri breiðskífu frá sveitinni núna í byrjun maí, en vegna Covid-19 hefur útgáfunni verið seinkað það til 19.júní. Í þætti dagsins má heyra lagið New Colossal Hatelag af tilvonandi breiðskífu sveitarinnar.

Lagalistinn:
Helmet - Army of Me (Björk lag)
27 - April (ásamt Aaron Turner)
Clutch - A Shogun Named Marcus
Vetur - Bylur
Brain Police - Crash And Burn
The Acacia Strain - I breathed in the smoke deeply it tasted like death and I smiled (ásamt Zach Hatfield)
CIV - Can't Wait One Minute More (ásamt Lou Koller)
DISGUST - Relentless Slaughter
25 TA Life  - Loyal Ta The Grave (ásamt Freddy Madball)
The Ghost Inside - Aftermath
Brother's Keeper - Self-Fulfilling Prophecy
ZOZOBRA - Deathless
Sick of it all - Can't Wait to quit
108 - Crescent Moon
Yuppicide - All For Nothing
Indecision - What Culture
Code Orange - Erasure Scan
Alpha Jerk - Kickdown
59 Times The Pain - Flares n' Slippers
Lamb of God - New Colossal Hate
Trivium - Catastrophist
Zhrine - The Syringe Dance
Biohazard - Punishment
Biohazard - Tales from the Hardside
Biohazard - Switchback

sigvaldij's picture
Sigvaldi Jónsson
dagskrárgerðarmaður