Alls ekki málið að byrja útihlaup á hörðu malbiki

Mynd: RÚV núll / Núllstilling

Alls ekki málið að byrja útihlaup á hörðu malbiki

27.04.2020 - 15:45
Hlauparinn Arnar Pétursson kom með fullt farteski af góðum ráðum í Núllstillinguna fyrir alla hlaupara í sumar, hvort sem er þá sem eru að stíga sín fyrstu skref eða eru komnir lengra á veg í þessari almenningsíþrótt.

Arnar segir mikilvægt að hlúa vel að líkamanum þegar kemur að hlaupum og fara sér ekki of geyst. Líkaminn þurfi tíma til að venjast hlaupunum og þá sé til dæmis ekki gott fyrir liðina að hefja hlaupaferilinn á hörðu malbiki. Betra sé að velja víðavangshlaup eða grasundirlag fyrir fyrstu hlaupin. 

 

Það kemur alltaf öllum jafn mikið á óvart hvað eru miklar pælingar á bakvið þetta einfalda sport að hlaupa.

segir Arnar. 

Arnar stefndi á að slá Íslandsmetið í maraþonhlaupi í apríl en hlaupið var frestað. Það segir Arnar að hafi verið sérstaklega svekkjandi enda hafi hann skömmu áður verið í háfjallabúðum í Kenýa að æfa hlaup í þynnra lofti til að auka getu líkamans í hlaupunum. Markmiðið hafi verið að komast á Ólympíuleikana  en ljóst varð fyrr á árinu að leikarnir yrðu ekki fyrr en sumarið 2021. 

Viðtalið við Arnar og góð ráð um hlaup má sjá í spilaranum hér að ofan. Núllstillingin er í beinni útsendingu alla virka daga á meðan takmörkunum á skólahaldi í framhalds- og háskólum stendur.