Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ferðafólk á hálendinu varað við snjóflóðahættu

26.04.2020 - 08:43
Mynd með færslu
 Mynd: Ofanflóðavakt - Þór Kjartans
Allstórt, blautt flekaflóð féll suður af Tröllinu við Veiðivötn í gær, segir í færslu ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands. Einnig hafa borist fréttir af blautum lausasnjóflóðum á Landmannaafrétt. 

Í færslunni segir að þessi snjóflóð eru til marks um að leysing sem nú stendur yfir getur leitt til óstöðugleika bæði í yfirborði og einnig alldjópt í snjóþekjunni. Sérstaklega þarf að varast blautan snjó í miklum bratta, en einnig getur verið hætta á allstórum flóðum sem ef til vill falla þar sem leysingavatn hripar niður á ís- eða skaralög djúpt í snjónum og veikir snjóþekjuna á ákveðnu dýpi. 

Einnig er varað við því að hengjur geti hrunið undir þessum kringumstæðum. Ferðafólk á Miðhálendinu þurfi því að gæta varúðar af þessum sökum.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV