Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Endalausar spurningar frá Ara

Mynd:  / 

Endalausar spurningar frá Ara

25.04.2020 - 11:58

Höfundar

Hann Ari er átta ára trítill sem er óþreytandi að spyrja foreldra sína, ömmu og afa alls kyns spurninga um heiminn. Texti Aravísna endurspeglar vissulega veruleika margra foreldra í samkomubanni sem hafa þurft að svara spurningum barna sinna um af hverju himininn sé blár, hví sykurinn sé sætur og af hverju afi sé svona feitur.

Flest kunnum við Aravísur eftir Stefán Jónsson enda hafa þær verið sungnar allar götur síðan það kom út við lag Ingibjargar Þorbergs árið 1954. Lagið vakti athygli þegar að það kom fyrst út enda nánast óþekkt að gefnar væru út plötur sem væru sérstaklega ætlaðar börnum. Textinn er hins vegar snjall og lagið fallegt og Aravísur því eitt vinsælasta barnalag þjóðarinnar. 

Textinn við lagið hefur trúlega aldrei verið meira viðeigandi en einmitt nú þegar samkomubann er í gildi og foreldrar því iðulega heima með forvitnum börnum sem spyrja margra spurninga sem erfitt getur reynst að svara. 

Þriðji þáttur Sóttbarnalaga Hljómskálans er á dagskrá RÚV í kvöld kl. 19.40. Góðir gestir heimsækja Hljómskálann og taka lög af ýmsum ástsælustu barnaplötum þjóðarinnar, í bland við óvænt en fjölskylduvæn eftirlætislög úr ýmsum áttum.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Er þetta kría? Er þetta Súpermann?“

Tónlist

„Vorið kemur, heimur hlýnar hjartað mitt“

Tónlist

Og Jón Gnarr prumpar svona...