Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Barcelona - Meira en bara klúður

Mynd: EPA-EFE / EFE

Barcelona - Meira en bara klúður

25.04.2020 - 07:30
Barcelona er eitt sigursælasta og þekktasta íþróttafélag sögunnar. Meira en bara íþróttafélag, eins og segir í slagorði þess. Hvert klúðrið hefur rekið annað á síðustu mánuðum og misserum. Þjálfaramál og leikmannamál hafa verið í miklum ólestri og spilling og óstjórn virðist grassera innan félagsins. Ráðgjafarfyrirtæki hefur fengið fúlgur fjár til að mæra forseta félagsins en níða skóinn af andstæðingum hans og þekktum leikmönnum félagsins. Sex stjórnarmenn hafa sagt af sér í mótmælaskyni.

Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir að Barcelona sé líklega sögufrægasti fótboltaklúbbur veraldar. Barcelona sé miklu meira en bara íþróttafélag, eins og slagorðið Mes que un club, meira en klúbbur eða félag, gefi til kynna. Slagorðið hafi fylgt félaginu frá fyrsta degi og sé alltumlykjandi. Einar segir að Barcelona sé að mörgu leyti andlit Katalóníu út á við og fáni héraðsins í merki þess. Stofnandi félagsins var reyndar svissneskur, Hans Max-Gamper Hässig, en hann var heltekinn af öllu katalónsku og breytti nafni sínu seinna í Joan Gamper. Hann var fljótlega sakaður um að vera katalónskur þjóðernissinni eftir að hann gerði katalónsku að tungumáli félagsins. Borgarastyrjöldin á Spáni var svo ákveðinn vendipunktur fyrir Barcelona, segir Einar. Forseti félagsins, Josep Sunyol, var myrtur af fasistum árið 1936 vegna stuðnings síns við sjálfstæði Katalóníu. Þegar Franco náði völdum var merki félagsins breytt og katalónsku úthýst sem tungumáli félagsins. Eins og oft vill verða þá gerði þetta ekkert nema breyta félaginu í sameiningartákn Katalóna. Þegar fór að líða að lokum Franco-tímans fór félagið svo aftur að flagga rótum sínum. Fyrstu forsetakosningarnar félagsins voru 1978 og það var talið stórt skref frá einræði Franco-áranna og síðan þá hefur Barcelona verið rækilega katalónskt. Í nútíðinni hefur félagið staðið þétt við bakið á sjálfstæðishreyfingu Katalóna þótt það gangi þvert gegn viðskiptahagsmunum félagsins. Opinberlega er félagið sem slíkt hlutlaust en engum dylst hvar stuðningur þess liggur. Pólitík hefur því fylgt félaginu frá upphafi og mun alveg örugglega gera áfram, segir Einar Örn. Svo er félagið í eigu félagsmanna, er ekki fyrirtæki og ekki er hægt að kaupa hlut í því. Meðlimir eru 140 þúsund og það eru þeir sem í raun ráða ferðinni í félaginu í gegnum aðalfund þess.

I CULT FRANCISCO FRANCO  DEL LIBRO A GOLPE DE SABLE DE GABRIEL CARDONA
 Mynd: Wikimedia Commons
Francisco Franco

Fótbolti er trúarbrögð á Spáni og þar bera Barcelona og Real Madrid höfuð og herðar yfir önnur lið. Einvígi þessara tveggja risa í spænskri knattspyrnu nefnast El clásico á spænsku eða El clássic upp á katalónsku. Engin félagsíþrótt nýtur viðlíka athygli, fjögur til fimm hundruð milljónir manna fylgjast með þegar Barcelona og Real Madrid mætast á vellinum. Madrid og Barcelona eru tvær stærstu borgir landsins og liðin standa fyrir gerólík gildi. Real Madrid fyrir spænska þjóðerniskennd en Barcelona fyrir katalónska. Þetta eru tvö af ríkustu liðum heims og yfirleitt eru þau í tveimur efstu sætunum á listum yfir verðmætustu íþróttalið veraldar.

epa07409633 FC Barcelona's Leo Messi (bottom) reacts next to Real Madrid's Sergio Ramos during a Spanish LaLiga soccer match between Real Madrid and FC Barcelona at the Santiago Bernabeu stadium in Madrid, Spain, 02 March 2019.  EPA-EFE/Juan Carlos Hidalgo
 Mynd: EPA
Lionel Messi og Sergio Ramos

Á fjórða áratug síðustu aldar var Barcelona orðið táknmynd Katalóna í andstöðu við miðstýringarvaldið í Madríd. Þegar vinstrimenn unnu kosningasigur árið 1936 gerðu herforingjar undir forystu Francos uppreisn og eitt fyrsta verk þeirra var að handtaka forseta Barcelona, Josep Sunyol og drepa hann án dóms eða laga. Barcelona var ofarlega á lista yfir það sem átti að hreinsa, næst á eftir kommúnistum, anarkistum og sjálfstæðissinnum. Á Franco-tímanum var Barcelona miðstöð andstöðunnar gegn fasistastjórninni og þá urðu til einkunnarorðin, Barcelona, meira en bara íþróttafélag.

epa08375394 (FILE) General view of the Bayern Munich's training of the team held at Camp Nou stadium in Barcelona, Spain, 05 May 2015, re-issued 21 April 2020. FC Barcelona has announced by the club's management that it will offer the rights of the name of its stadium Camp Nou for the season 2020/21. According to this decision the club's foundation (Barca foundation) will look for a name sponsor whose funds will be used to fight against the Coronavirus pandemic in Catalonia and internationally. The phrase "Camp Nou" will still have to be part of this new name.  EPA-EFE/ALBERTO ESTEVEZ
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Meira en bara klúbbur

Fyrr í mánuðinum sögðu sex stjórnarmenn í Barcelona af sér til að mótmæla stjórnarháttum félagsins og sérstaklega forsetanum Josep Maria Bartomeu. Enn einn liðurinn í sápuóperunni. Barcelona er ekki lengur meira en bara klúbbur, þetta er orðið meira en bara klúður. Stjórnarmennirnir fyrrverandi krefjast óháðrar rannsóknar á fjárreiðum félagsins, að hinir ábyrgu verði dregnir til ábyrgðar og allt fé sem misfarið hafi verið með, verði endurgreitt. Það er talað opinberlega um Barcagate, með augljósa tilvísun í Watergate. Einn stjórnarmannanna, Emili Rousaud, segir augljóst að einhver hafi vaðið í fjárhirslur félagsins á skítugum skónum.

epa06957428 Barcelona's Lionel Messi (3R) celebrates his second goal and third of the team with his teammates (L-R) Sergi Roberto, Arturo Vidal, Coutinho, Luis Suárez and Jordi Alba during the Spanish Primera Division soccer match between Barcelona
 Mynd: EPA

Fjölmiðlar hafa greint frá því að fyrirtækið I3 Ventures hafi fengið 900 þúsund evrur eða 140 milljónir króna fyrir að stofna netsíður og tilbúin nettröll til að stýra umræðunni með blygðunarlausum árásum á andstæðinga forsetans og leikmenn félagsins, fyrrverandi og núverandi en dásama forsetann í hástert við öll möguleg og ómöguleg tækifæri. Forsetinn neitar öllum ásökunum en fáir virðast leggja trúnað við hann. Enda virðist klúbburinn ein rjúkandi rúst eftir röð mistaka að undanförnu.

epa05998132 (FILE) Athletic Bilbao's head coach Ernesto Valverde during a press conference of the team held in Bilbao, Basque Country Spain, on 03 February 2017 (reissued on 29 May 2017). FC Barcelona has announced that Ernesto Valverde will be the
 Mynd: EPA
Ernesto Valverde

Klúðurlistinn er langur en bara frá áramótum er af nógu að taka. Liðið ákvað að reka knattspyrnustjórann Ernesto Valverde, þótt liðið væri á toppi deildarinnar. Gömlu stórstjörnunni Xavi Hernández var boðið starfið en hann neitaði. Hann ýjaði síðar að því að hann hefði ekki áhuga á að starfa með núverandi stjórn og þeim eiturgufum sem frá þeim kæmu inn í búningsherbergi liðsins. Þá var annarri stórstjörnu boðið starfið en Ronald Koeman afþakkaði einnig pent enda þjálfari hollenska landsliðsins. Mauricio Pochettino sagði líka nei takk. Öllum að óvörum var Quique Setién ráðinn í starfið. Stjórnin sagði að ráðningin ætti sér langan aðdraganda. Sjálfur kom Setién af fjöllum og sagði að það hefði fyrst verið hringt í hann degi áður.

epa04786968 Barcelona's Xavi Hernandez gestures during the UEFA Champions League final soccer match between Juventus FC and FC Barcelona at Olympiastadion (Olympic stadium)     in Berlin, Germany, 06 June 2015.  EPA/MARCUS BRANDT
 Mynd: EPA
Xavi Hernandez

Eric Abidal, yfirmaður knattspyrnumála sagði að leikmenn liðsins hefðu átt þátt í brottrekstri Valverdes en það var meira en Lionel Messi gat setið undir. Hann hafði áður sagt að þáverandi varaforseti félagsins, Javier Faus, hefði ekki hundsvit á knattspyrnu. Nú húðskammaði Messi Abidal, sakaði hann um ófrægingarherferð og krafðist þess að yfirmaður knattspyrnumála tæki afleiðingum orða sinna og gjörða.

epa07402544 FC Barcelona's Luis Suarez (R) celebrates after scoring during the Spain's King Cup second leg semifinal match between Real Madrid and FC Barcelona at Santiago Bernabeu stadium, in Madrid, Spain, 27 February 2019.  EPA-EFE/Rodrigo Jimenez
 Mynd: EPA
Luis Suárez og Ousmane Dembélé

Barcelona sárvantaði framherja í janúarglugganum. Niðurstaðan varð engu að síður sú að enginn framherji var keyptur en tveir seldir. Að auki voru Luis Suárez og Ousmane Dembélé frá vegna langtímameiðsla. Barcelona fékk á endanum undanþágu til að kaupa danska framherjann Martin Braithwaite fyrir tvöfalt hærri upphæð en liðið var tilbúið að kaupa framherja fyrir á meðan glugginn var opinn. Daninn lítt þekkti var keyptur fyrir 18 milljónir evra eða nærri þrjá milljarða íslenskra króna. Enginn hefur trú á að Daninn eigi eftir að spila stóra rullu fyrir liðið. Barcelona-liðið var svo þunnskipað að það átti um tíma í erfiðleikum með að fylla varamannabekkinn. Dembélé og Philippe Coutinho voru keyptir fyrir ævintýralegar upphæðir en hafa lítið sem ekkert spilað fyrir liðið.

epa06841518 Martin Braithwaite (L) of Denmark in action against France's Steven Nzonzi (R) during the FIFA World Cup 2018 group C preliminary round soccer match between Denmark and France in Moscow, Russia, 26 June 2018.
 Mynd: EPA
Martin Braithwaite

Skandallinn með I3 Ventures kom upp um svipað leyti og nánasti ráðgjafi forsetans var látinn taka skellinn, þótt flestir telji að hann stjórni enn miklu bak við tjöldin. Þessu fylgdi krafa um að leikmenn tækju á sig launalækkun hjá félaginu sem hafði nýlega lýst því yfir að Barcelona væri verðmætasta vörumerki íþróttanna. Leikmenn voru ævareiðir og Messi lýsti furðu sinni á því að leikmönnum væri kastað fyrir ljónin með skipulögðum leka til fjölmiðla til að ófrægja þá. Suárez sagði á dögunum að leikmenn hefðu verið furðu losnir yfir þessari lygaherferð. Forsetinn bar af sér allar sakir og gerði aðra að blórabögglum sem bætti ekki ástandið innan félagsins. Stjórnarmenn kröfðust svara um svimandi greiðslur til I3 Ventures og hvers vegna greiðslurnar voru í akkúrat nógu litlum skömmtum til að forðast innri endurskoðun.

epa06863855 (FILE) FC Barcelona's French defender Eric Abidal shows a shirt to thank his cousin, donor at his liver transplant, at the end of their Spanish Primera Division soccer match against RCD Mallorca played at Camp Nou stadium in Barcelona,
 Mynd: EPA
Eric Abidal

Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður segir að það sé blanda af mörgu sem hrjái klúbbinn. Fram undan er kosning til forseta og núverandi forseti, Josep Bartomeu, má ekki bjóða sig fram. Hann hefur ekki þótt stýra félaginu nægilega vel, jafnvel þótt titlum hafi rignt hjá félaginu í flestum íþróttagreinum. Nú síðast sögðu sem fyrr segir sex stjórnarmenn félagsins af sér og gerðu það mjög opinberlega með opnu bréfi í dagblaði í borginni. Næstu kosningar í félaginu eiga að vera á næsta ári en fast er sótt að Bartomeu að flýta þeim. Það komst nýlega upp að hann réði samfélagsmiðlafyrirtæki til að setja á fót gervireikninga á samfélagsmiðlum til að verja stjórn sína á félaginu og það féll í grýttan jarðveg. Sérstaklega þar sem tækifærið var líka nýtt til að hnýta í fyrrum leikmenn sem höfðu gagnrýnt Bartomeu. Fjármál félagsins virðast líka ekki alveg jafn örugg og talið var. Ernesto Valverde var svo rekinn sem þjálfari í janúar og illa gekk að ráða eftirmann, dýrir leikmenn keyptir sem hafa litlu sem engu skilað og íþróttastjórinn, Eric Abidal, lenti í orðaskaki við Lionel Messi opinberlega eftir að hafa kennt leikmönnum um brottrekstur Valverde. Þetta var allt í gangi áður en COVID-19 faraldurinn skall svo á. Félagið sóttist eftir því við leikmenn að þeir lækkuðu laun sín sem er vissulega skiljanlegt. Svo lak sagan í fjölmiðla og þar kom eingöngu fram sjónarmið Bartomeu og nokkuð víst talið að hann hafi lekið sögunni til að setja pressu á leikmenn. Það rak Messi fram á sviðið, nokkuð sem honum er meinilla við. Hann gagnrýndi stjórnina opinberlega. Leikmenn tóku á sig hressilega launalækkun og Messi sagði aldrei annað hafa staðið til. Leikmenn vildu hins vegar fá fullvissu fyrir því að störf annarra starfsmanna félagsins væru trygg. Á endanum tóku leikmenn á sig að borga starfsfólki þann hluta launanna sem spænska ríkið tryggir ekki. Þessar deilur við Messi, sem er náttúrulega andlit félagsins og langstærsta stjarnan, urðu það sem gerði útslagið hjá sexmenningunum í stjórninni að segja af sér.

epa06284903 Argentine and Barcelona forward Lionel Messi (R) greets Portugal and Real Madrid forward Cristiano Ronaldo and his son Cristiano Ronaldo Jr. before the start of the Best FIFA Football Awards 2017 at the London Palladium, London, Britain 23
 Mynd: EPA
Lionel Messi og Ronaldo

Botnlaus skuldasöfnun er kæfandi fyrir félagið og leikmannahópnum fer stöðugt aftur. Hópurinn er veikari og minni en samt dýrari en nokkru sinni áður. Sextíu og sjö prósent af tekjum félagsins fara í að greiða leikmönnum laun. Hver höndin er upp á móti annarri innan félagsins og samstaðan engin. Hjaðningavígin eru kölluð hin katalónska nótt hinna löngu hnífa með augljósa vísun í hreinsanir innan nasistaflokks Þýskalands árið 1934.

Mynd með færslu
 Mynd: Wikimedia Commons

Það er innan við mánuður síðan forsetinn skipaði Rousaud sem varaforseta sinn og krónprins. Nokkrum vikum síðar snérist hann gegn honum og krafðist afsagnar hans og þriggja annarra. Á endanum voru það sex stjórnarmenn sem hættu á einu bretti fyrir hálfum mánuði. Leikmenn liðsins hafa tekið fullan þátt í gagnrýninni og talað er um sápuóperu og sirkus fyrir opnum tjöldum. Meira en helmingur stjórnarmanna hefur hætt síðan Bartomeu tók við árið 2015 og fleiri eru sagðir á útleið. Undir stjórn hans hafa starfað fjórir mismunandi yfirmenn íþróttamála og samskiptastjórarnir eru legíó. Sjö varaforsetar hafa tekið pokann sinn að ógleymdu öllu klúðrinu í þjálfara- og leikmannamálum. 

Mynd með færslu
 Mynd: EPA
Neymar

Bartomeu ber sig stórmannlega og hefur ekki opnað á að boða til kosninga fyrir lok kjörtímabilsins, segir Einar Örn Jónsson. Hann þarf þess þó ef fleiri stjórnarmenn segja af sér. Ef meira en helmingur stjórnarinnar segir af sér verður að kjósa. Eftir eru 13 stjórnarmenn af 19 og því er staðan erfið. Hvort sem Bartomeu blæs til kosninga í ár eða ekki telur Einar að þessar deilur núna muni verða til þess að hann verði talinn hafa hrökklast úr embætti þótt hann klári kjörtímabilið. Svo á hann eftir að mæta fyrir dóm vegna skattamála í kringum kaupin á Neymar á sínum tíma. Það var löng og flókin saga sem varð náttúrulega til þess að Sandro Rosell varð að segja af sér forsetatign félagsins 2014 en þá tók Bartomeu við. 

epa08375398 (FILE) - General view of the Camp Nou stadium before the Spanish LaLiga soccer match between FC Barcelona and Atletico Madrid, in Barcelona, Spain, 06 April 2019, re-issued 21 April 2020. FC Barcelona has announced by the club's management that it will offer the rights of the name of its stadium Camp Nou for the season 2020/21. According to this decision the club's foundation (Barca foundation) will look for a name sponsor whose funds will be used to fight against the Coronavirus pandemic in Catalonia and internationally. The phrase "Camp Nou" will still have to be part of this new name.  EPA-EFE/Alejandro Garcia
 Mynd: EPA
Camp Nou

Tengdar fréttir

Fótbolti

Barcelona selur nafnaréttindin á Camp Nou í fyrsta sinn

Evrópa

„Það þekkja allir einhvern sem hefur veikst“

Fótbolti

Messi og félagar taka á sig 70% lækkun - aðrir fá laun

Fótbolti

Vilja lækka laun leikmanna um 70%