16 myrtir í Virunga-þjóðgarðinum

25.04.2020 - 01:46
Mynd með færslu
 Mynd: Wikipedia
Vígamenn urðu 16 að bana í Virunga þjóðgarðinum í Austur-Kongó í gær. 12 þjóðgarðsverðir voru meðal hinna látnu að sögn yfirvalda. Um sextíu vígamenn úr uppreisnarhreyfingu Hútúa í Rúanda sátu fyrir bílalest almennra borgara, sem var gætt af 15 þjóðgarðsvörðum. Nokkrir særðust alvarlega í árásinni að sögn Guardian.

Virunga-þjóðgarðurinn er verndarsvæði fjallagórilla og fjölda annarra sjaldgæfra dýrategunda. Margar árásir hafa verið gerðar í garðinum. Honum var lokað fyrir ferðamönnum í átta mánuði árið 2018 vegna ítrekaðra árása á starfsmenn. Hann var svo opnaður aftur eftir yfirhalningu öryggismála og ráðningu 700 þjóðgarðsvarða sem eiga að sjá um að vernda dýrin og gesti.  Auk árása ógnar ólögleg kolaframleiðsla þjóðgarðinum, auk smygls og veiðþjófnaðar. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi