Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjaness í kvöld úrskurðaður í gæsluvarðhald til 30. apríl. Maðurinn var handtekinn seint í gærkvöld vegna gruns um aðild að mjög alvarlegri líkamsárás í Kópavogi.

Tveir aðrir menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gærkvöld en þeim var sleppt eftir yfirheyrslur. Maðurinn sem ráðist var hlaut mikla áverka og er í lífshættu. Verið er að rannsaka hvort bareflum eða öðrum vopnum hafi verið beitt í árásinni.