Staðan í Japan versnar - Gullna vikan ekki svo gullin

24.04.2020 - 11:35
epa08379053 Yokosuka Emergency Medical Center officials demonstrate polymerase chain reaction (PCR) test for the COVID-19 coronavirus disease infection in preparation for starting the test of the coronavirus disease infection from 24 April at Yokosuka PCR Center in Yokosuka, south of Tokyo, Japan, 23 April 2020. Japanese government and local governments are struggle to reduce traffic across the country to prevent increase of the coronavirus infection before the start of the Golden Week holidays starting from 29 April to 06 May 2020.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
Sýnataka í Yokosuka, suður af Tókýó.  Mynd: EPA
Framan af heimfaraldri kórónuveirunnar, í febrúar og mars gekk nokkuð vel að halda honum niðri í Japan og smitin voru talin í hundruðum. Þar er staðan breytt og greindum smitum fjölgar hratt með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið.

Staðfest smit í Japan eru 12.368 og 328 hafa látist vegna COVID-19. Í höfuðborginni Tókýó hafa 3.500 smit verið greind. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að staðan hafi ekki batnað við það að ríkisstjórnin hafi lýst yfir neyðarstigi fyrir hálfum mánuði. Í Japan, líkt og í löndum víða um heim, er mikið álag á heilbrigðiskerfinu.

Yuriko Koike, borgarstjóri Tókýó, hvatti fólk til þess, í ávarpi í morgun, að virða samskiptafjarlægð næstu tvær vikurnar, þar sem ekkert lát sé á útbreiðslu veirunnar, að því er Japan Times greinir frá. 

In this Friday, July 22, 2016 photo, former defense minister Yuriko Koike waves at passersby during her campaign rally for the Tokyo gubernatorial election in Tokyo. Japan’s capital with a population of more than 13 million people is voting Sunday, July
Yuriko Koike, borgarstjóri Tókýó. Mynd: AP

Hefð er fyrir því í Japan að um mánaðamótin apríl, maí sé „Gullna vikan“. Þá fær fólk frí frá vinnu og mjög vinsælt er að ferðast innanlands. Í ár verður þó að öllum líkindum breyting þar á. Koike borgarstjóri hefur beðið fólk um að sleppa ferðalögum í ár. „Því miður þá verður gullna vikan ekki svo gullin í ár,“ sagði hún í ávarpinu í dag. „Gjörðir okkar núna hafa úrslitaáhrif á það hvenær lífið kemst aftur í eðlilegar skorður.“

Tókýóbúar hafa verið beðnir um að vera í nokkurs konar sóttkví, sleppa því að hittast og fara aðeins í matvöruverslanir á þriggja daga fresti. Þá er brýnt fyrir fólki að aðeins einn frá hverju heimili versli í matinn.

Unidentified Japanese playing pachinko in downtown Tokyo, Tuesday 17 June 2003.  North Koreans own a significent percentage of the pachinko parlors in Japan, an industry with annual revenues over 200 billion euros and one of Japan's top three industries. It is unknown how much of pachinko profits are funneled into North Korea.  EPA PHOTO/EPA/EVERETT KENNEDY BROWN
 Mynd: EPA

Borgarstjórinn biðlaði einnig til fyrirtækja að fara eftir reglum. Nokkrir spilakassastaðir hafa haft opið og hefur lögregla þurft að loka fjörutíu slíkum í Tókýó og sex í Osaka-héraði.

Til að létta fólki lífið þessa dagana hafa borgaryfirvöld í Tókýó sett upp vef þar sem ýmsa skemmtun má finna. Þar koma listamenn fram og að auki tiltektar-sérfræðingurinn Marie Kondo, sem hefur öðlast heimsfrægð fyrir sjónvarpsþætti sína um það hvernig best er að skipuleggja heimili til að minnka drasl og óreiðu.

Mynd með færslu
Marie Kondo. Mynd: Diarmuid Greene / SPORTSFILE / W - Wikimedia Commons
dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi