Drengurinn fannst heill á húfi við Grábrók

23.04.2020 - 16:48
Mynd með færslu
 Mynd: Elsa María G Drífudóttir - RÚV
Drengurinn sem leitað hafði verið að við Hreðavatn síðan á fjórða tímanum fannst heill á húfi við fjallið Grábrók sem stendur við Hreðavatnsskála. Fréttastofa fékk þetta staðfest frá björgunarsveitunum á staðnum. Drengurinn er rétt rúmlega tíu ára. Vísbendingar höfðu borist um ferðir drengsins við fjallið.

Allar björgunarsveitir af Vesturlandi og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út til að leita að ungum dreng sem varð viðskila við foreldra sína við Hreðavatn. 

Rúmlega 80 björgunarsveitarmenn voru við leit á svæðinu í kringum vatnið, fótgangandi og með drónum auk þess sem leitarhundar og sporhundar voru notaðir við leitina. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV