Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Viðskiptavinir streyma til Netflix

epa05090583 (FILE) A file picture dated 15 September 214 of the French Netflix webpage displayed on a computer screen in Paris, France. Video streamer Netflix on 06 January 2016 went live around the world, adding 130 new countries to its service and
 Mynd: EPA

Viðskiptavinir streyma til Netflix

22.04.2020 - 04:16

Höfundar

Efnisveitan Netflix greindi frá mikilli fjölgun áskrifenda á fyrsta ársfjórðungi. Nærri 16 milljónir bættust við á heimsvísu. Fyrirtækið hagnaðist um 709 milljónir bandaríkjadala á tímabilinu, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Talið er að stóran hluta megi rekja til kórónuveirufaraldursins sem herjar á heimsbyggðina. Víða er fólk skikkað til að vera heima og því tilvalið að gerast áskrifandi að streymisveitum. Í bréfi stjórnenda Netflix til fjárfesta segir að þeir geri sér grein fyrir því að vöxturinn sé að líkindum tímabundinn. Þjónusta fyrirtækisins sé þýðingarmeiri nú þegar fólk verji meiri tíma heima hjá sér. Búist er við því að það dragi úr fjölguninni með rénun faraldursins. 

AFP fréttastofan hefur eftir netmarkaðsrýninum Eric Haggstrom að meðal þess sem eykur hagnað Netflix um þessar mundir sé hlé á framleiðslu nýs efnis. Þannig losnar um lausafé hjá fyrirtækinu til skamms tíma. Enginn viti hins vegar hversu lengi það varir þar sem útgöngu- og ferðabann getur verið mislengi eftir ríkjum. Netflix á hins vegar safn þátta og mynda sem fyrirtækið á eftir að birta á veitunni. Þannig er Netflix ef til vill ekki jafn háð nýju efni og keppinautar þeirra á streymisveitumarkaðnum.

Tengdar fréttir

Körfubolti

Michael Jordan blöskraði eiturlyfjapartý liðsfélagana

Sjónvarp

Tígriskóngurinn treystir ekki trúna á mannkyn