Sjálfsfróun ekkert til að skammast sín fyrir

Mynd: RÚV núll / Núllstilling

Sjálfsfróun ekkert til að skammast sín fyrir

22.04.2020 - 15:33
Líkaminn er hannaður til að veita unað í gegnum kynfærin. Sjálfsfróun til fullnægingar er þó ekki endilega hæfileiki sem allir fæðast með heldur þarf að prófa, reyna og æfa sig.

Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur hefur undanfarnar vikur verið fastur gestur í Núllstillingunni. Í þætti dagsins fór hún yfir grundvallaratriðin varðandi sjálfsfróun, hvernig kynfæri kvenna og karla virka og hvað sé gott að hafa í huga fyrir vel heppnaða sjálfsfróun. 

Indíana segir sleipiefni gott hjálpartæki við sjálfsfróun. "Hvorki snípur né typpi bleyta sig sjálf," bendir hún á og undirstrikar þannig mikilvægi þess að sleipiefni sé notað, hvort sem er með vatnsgrunni eða sílikon grunni. Í viðtalinu hér að ofan gaf hún Helgu og Mána tækifæri til að prófa mismunandi gerðar sleipiefnis. 

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Núllstillingin er í beinni útsendingu alla virka daga frá 14 til 16 á meðan takmörkun er á skólahaldi í framhalds- og háskólum. 

Tengdar fréttir

Öryggi er aðalatriðið í BDSM

Sögulega nýtt að eyða ævinni með einni manneskju

Gott að spara sér kynlíf með ókunnugum þessa dagana