Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ferðabanni aflétt í Nuuk

22.04.2020 - 21:19
Godthåbhallen í Nuuk að utan, kjörstaður í landsþingskosningum, grænlenski fáninn
 Mynd: Danmarks Radio - DR
Stjórnvöld á Grænlandi afléttu ferðabanni í höfuðstaðnum Nuuk í dag. Bannið var sett á 18. mars og var liður í umfangsmiklum aðgerðum til að reyna að koma í veg fyrir kórónuveirusmit. Engin ný smit hafa greinst á Grænlandi undanfarinn hálfan mánuð.

Umfangsmiklar aðgerðir vegna veirunnar

Embætti landlæknis á Grænlandi hafði sagt að ekki yrði hugað að tilslökunum á varnaraðgerðum gegn kórónuveirunni fyrr en tvær vikur hefðu liðið án þess að smit greindist.

Óttuðust alvarlegar afleiðingar COVID-19

Grænlendingar óttuðust kórónuveiruna mjög þar eð þeir töldu heilbrigðisþjónusta geta átt í erfiðleikum með að ráða við alvarlegan faraldur. Þannig er aðeins pláss fyrir fjóra á gjörgæsludeild. Rúmlega 1100 sýni hafa verið tekin á Grænlandi og hafa ellefu smit fundist. Ekki þurfti að leggja neinn á gjörgæslu og hafa allir smitaðir nú náð sér.