RÚV okkar allra
Hér upplýsum við um starfsemina, bjóðum upp á samtal og svörum spurningum þínum

Ársskýrsla 2019 - Aukið traust og festa í rekstri

Mynd með færslu
 Mynd:
Aðalfundi Ríkisútvarpsins lauk rétt í þessu í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.  Í ársreikningi kemur fram að reksturinn var hallalaus fimmta árið í röð. Útvarpsstjóri sagði að árið 2019 hefði einkennst af grósku og markvissri innleiðingu fyrirliggjandi stefnu, öllum til heilla. Ný stjórn var samþykkt.
Bein útsending frá Hæfileikunum, hæfileikakeppni félagsmiðstöðva í Reykjavík.

Hæfileikarnir eru hæfileikakeppni þar sem unglingar frá félagsmiðstöðvum Reykjavíkur taka þátt. 10 atriði frá 8 félagsmiðstöðvum eru í keppninni og taka 10 unglingar þátt. Ekki er nóg með það að þátttakendur séu unglingar heldur eru kynnar og dómnefnd líka unglingar. Auk þess eru unglingar líka á bakvið tjöldin og leggja hönd á plóg við tæknivinnu, förðun og margt annað sem við kemur sjónvarpsútsendingunni.

Keppendur eru

Auður Árnadóttir og Monika Lárusdóttir  
Félagsmiðstöðinni Fjörgyn 

Bára Katrín Jóhannsdóttir
Félagsmiðstöðin Fókus 

Annía Stefánsdóttir
Félagsmiðstöðin Hólmaseli   

Marteinn Þór Vilhelmsson  
Félagsmiðstöðin Tíunni 

Ísak Thomas Birgisson 
Félagsmiðstöðin Hólmaseli   

Freyja Eaton  
Félagsmiðstöðin Buskanum 

Bjarni Pálsson 
Félagsmiðstöðin Frosta   

Sigrún Benediktsdóttir  
Félagsmiðstöðin 100og1 

Helena Ósk Halldórsdóttir 
Félagsmiðstöðin Buskanum
 Mynd: RÚV
Myndstjórn

Þjónusta RÚV og notkun 

Mikill meirihluti þjóðarinnar nýtti sér þjónustu RÚV árið 2019, 63% landsmanna nota miðla RÚV daglega og 90% í hverri viku. Viðhorf landsmanna til RÚV ohf. er áfram afar jákvætt, 72% eru mjög jákvæð eða jákvæð í garð RÚV. Fréttastofa RÚV nýtur sem fyrr mikils trausts (68%), sem hefur aukist enn frekar á undanförnu ári og langflestir (67%) telja að RÚV sé mikilvægasti miðillinn fyrir þjóðina.  
 
Stefnu- og áherslubreytingar birtast í samantekt á þróun dagskrárefnis. Á síðustu fimm árum hefur framboð á íslensku efni aukist um 53%, norrænt efni hefur aukist um 62% og bandarískt efni dregist saman um 41%. Á undanförnum misserum hafa áherslubreytingar skilað stóraukinni þjónustu við börn og ungt fólk, m.a. með öflugri þjónustu KrakkaRÚV, UngRÚV og RÚV núll. Þá hefur áhersla á menningu og listir verið aukin, sem og áhersla á stafræna miðlun, samstarf og þróun.

Mynd með færslu
 Mynd:
Tónaflóð Rásar 2

Stöðugleiki í rekstri

Fimmta árið í röð er rekstur RÚV hallalaus. Á árinu 2019 var hagnaður fyrir skatta samkvæmt rekstrarreikningi 8,2 m.kr. en eftir skatta 6,6 m.kr. Í  árslok námu heildareignir félagsins 8.137 m.kr. og eigið fé var 2.133 m.kr. Eiginfjárhlutfall var 26,2% í árslok og hefur hækkað mikið frá árinu 2014 en þá nam það einungis 5,5%. Fjöldi ársverka á árinu 2019 var 271.

Fjármögnun almannaþjónustu RÚV er blönduð eins og hjá mörgum sambærilegum almannaþjónustumiðlum í Evrópu og fæst annars vegar með útvarpsgjaldi og hins vegar með auglýsingatekjum. Þjónustutekjur RÚV af útvarpsgjaldi voru 4.609 m.kr. árið 2019 en auglýsingatekjur ársins voru 1.837 m.kr.  

Auglýsingatekjur lækka um tæplega 200 m.kr. milli ára og því er raunlækkun töluverð. Möguleikar RÚV til þess að afla auglýsingatekna hafa verið takmarkaðir á undanförnum árum auk þess sem auglýsingamarkaðurinn er að breytast. Ljóst er að lækkun auglýsingatekna hefur mikil áhrif á fjármögnun RÚV þar sem fjármögnun almannaþjónustunnar byggist að hluta til á tekjum af sölu auglýsinga. Í árslok var stofnað dótturfélagið RÚV Sala ehf., sem mun sjá um starfsemi samkeppnisrekstrarhluta RÚV frá og með árinu 2020. Engin starfsemi var í félaginu á árinu 2019.
 
Þrátt fyrir jákvæðan viðsnúning í rekstri á undanförnum árum, þarf að gæta aðhalds til að tryggja áframhaldandi hallalausan rekstur samfara áframhaldandi áherslu á íslenskt efni og auknar kröfur um nýjar miðlunarleiðir til að mæta nútímaþörfum notenda. 

Í stuttu innleggi Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra á aðalfundinum kom fram að síðasta ár hefði verið ár festu og uppskeru og ljóst að sú stefna sem mótuð var árið 2017 endurspeglaðist í allri starfsemi RÚV. Það skipti miklu máli að grundvöllur starfseminnar væri skýr, ekki síst í ljósi þess að undanfarnar vikur hefði RÚV þurft að laga sig hratt að fordæmalausum aðstæðum í samfélaginu og um allan heim. Starfsfólki RÚV hefði tekist að mæta þeim fjölbreyttu verkefnum einstaklega vel, allt í samræmi við vel skilgreint hlutverk RÚV í lögum og stefnu.
 
Ársskýrsla RÚV er nú líkt og undanfarin ár gefin út á rafrænu formi og hefur verið hætt að prenta hana. Hún er alfarið unnin innanhúss af starfsfólki RÚV. Hægt er að nálgast ársskýrsluna hér.

Ný stjórn RÚV

Á mánudag kaus Alþingi stjórn Ríkisútvarpsins, fjölmiðils í almannaþágu, til eins árs, að viðhafðri hlutfallskosningu, skv. 9. gr. laga nr. 23/123 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu. Í stjórninni sitja Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Jóhanna Hreiðarsdóttir, Mörður Árnason, Jón Ólafsson, Guðlaugur Sverrisson, Brynjólfur Stefánsson, Lára Hanna Einarsdóttir, Elísabet Indra Ragnarsdóttir og Björn Gunnar Ólafsson.

Mynd:  / 
22.04.2020 kl.18:17
orrifr's picture
Orri Freyr Rúnarsson
Birt undir: Í umræðunni