Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Suicidal Tendencies, The Black Dahlia Murder, Throwdown

20.04.2020 - 11:00
Í þætti dagsins má heyra nýtt rokk með The Black Dahlia Murder, Throwdown og Old Man Gloom, í viðbót efni með Suicidal Tendencies, Out Cold, Bloodbather og Angist.

Hljómsveitin Suicidal Tendencies hefur verið mér ofarlegar í huga síðustu vikur, enda ein af þeim hljómsveitum sem kom mér inn í þungar tónlist í upphafi. Hljómsveitin Suicidal Tendencies var stofnuð í Venice borg hluta Borg Englana í Kaliforníu fylki árið 1980 af söngvaranum Mike Muir og félögum hans. Strax í upphafi gengu sögur um að sveitin væri hluti af glæpagengjum borgarinnar, þó svo að lítið væri á bak við þær sögur. Árið 1983 sendi sveitin frá sér sína fyrstu breiðskífu sem bar einfaldlega nafn sveitarinnar og var á henni að finna lög á borð við "I Saw Your Mommy...",     "Institutionalized", "Subliminal", sem enn eru meðal vinsælustu laga sveitarinnar. Í gegnum tíðina hefur sveitin tekið miklum beytingum og er Mike Muir söngvari sveitarinnar eini upprunalegi meðlimur sveitarinnar. Sveitin hefur gefið út 13 breiðskífur í viðbót við heilan helling af minni plötu, safnplötum og tónleikaplötum. Í dag er meðal meðlima í sveitinni fyrrum trommari hljómsveitarinnar Slayer, Dave Lombardo, fyrrum gítarleikari Dillinger Escape Plan, Ben Weinman og bassaleikarinn Ra Díaz og gítarséniið Dean Pleasants sem hefur spilað með Mike af og til frá árinu 1996.

Lagalistinn:
Suicidal Tendencies - Panic
Throwdown - Propaganda
The Black Dahlia Murder - How Very Dead
Out Cold - The Dark Side Of Laughter
Bloodbather - Pressure
Old Man Gloom - Love is Bravery
Alchemia - God for the Day
Angist - Unwelcome Thoughts
B-Thong - Violent Blows
Code Orange Kids - Bloom (Return to Dust)
Dax Riggs - Say Goodnight To The World
Gavin Portland - A Cool Way To Hold Hands
Mercy Buckets - Helluvanight
Molesting mr. Bob - Reverie
Nails - No Longer Under Your Control
Old Wounds - Bitter Days
Bootlegs - Haleluja
Coheed and Cambria - Hearshot Kid Disaster
Ed Gein - The Wraith
Knocked Loose - Trapped in the Grasp of a Memory
Suicidal Tendencies - Look Up... The Boys Are Back In Town
Suicidal Tendencies - I Wouldn't Mind
Suicidal Tendencies - We Are The Family

 

sigvaldij's picture
Sigvaldi Jónsson
dagskrárgerðarmaður