Stöðvaðir með naglamottu og ógnuðu síðar með dúkahníf

20.04.2020 - 12:50
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Kristján Þór Ingvarsson
Piltanir sem lögreglan á Suðurlandi handtók í síðustu viku eftir að hafa strokið af meðferðarheimili í umdæminu eru þeir sömu og lögreglan þurfti að stöðva með naglamottu eftir ofsaakstur fyrr í vetur.

Í yfirliti lögreglunnar á Suðurlandi yfir helstu verkefni síðustu viku kemur fram að ungir drengir stálu bíl á meðferðarheimili í Rangárvallasýslu eftir að hafa ógnað starfsfólki með dúkahníf til þess að komast yfir lykla að bílnum. Þeir fundust svo í Þykkvabæ.

Í yfirlitinu kemur fram að þetta séu sömu drengir og stöðvaðir voru á stolnum bíl við Selfoss í febrúar. Þá þurfti að leggja út naglamottu til þess að stöðva þá eftir að eftirför lögreglu skilaði ekki árangri, en þeir höfðu þá keyrt á um og yfir 140 kílómetra hraða.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi