Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Samkomulag um neyðarstjórn í Ísrael

20.04.2020 - 16:43
Erlent · Asía · Ísrael · Stjórnmál
epa08329017 (FILE) -  Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu (L), Israeli President Reuven Rivlin (C) and Benny Gantz, former Israeli Army Chief of Staff and chairman of the Blue and White Israeli centrist political alliance (R) join hands as they attend a memorial service for late Israeli president Shimon Peres at Mount Herzl, Israel's national cemetery, in Jerusalem, 19 September 2019. Media reports that Netanyahu has cracked down on advance talks about going to unity government following the state crisis  dealing with the spread of the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/ABIR SULTAN
Benjamin Netanyahu og Benny Gantz takast í hendur. Á milli þeirra stendur Reuven Rivlin forseti. Mynd: EPA-EFE - EPA
Benjamin Netanyahu, leiðtogi Likudflokksins í Ísrael, og Benny Gantz, formaður Bláhvíta bandalagsins, hafa komist að samkomulagi um að mynda neyðarstjórn vegna ástandsins af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Þetta var tilkynnt síðdegis.

Viðræður um stjórnarmyndun hafa staðið yfir í Ísrael síðastliðna sautján mánuði. Þrívegis hefur þjóðin gengið til þingkosninga og í það stefndi í enn einar á næstu vikum.

Leiðtogarnir ræddust við fram eftir nóttu ásamt helstu ráðgjöfum sínum og hittust að nýju í dag á fundi sem stóð í hálfa aðra klukkustund. Loks var tilkynnt undir kvöld að þeir hefðu undirritað viljayfirlýsingu um að mynda stjórn flokkanna tveggja.

Enn hefur ekkert verið látið uppi um samkomulag þeirra annað en að þeir ætla að skipta með sér forsætisráðherrastólnum. Stjórnmálakreppan sem staðið hefur í tæplega hálft annað ár er sú lengsta og flóknasta í rúmlega hálfrar aldar sögu Ísraels.